sunnudagur, 16. desember 2007

Næsti fundur

Ef ég hef reiknað rétt er sjötti fundur hannyrðafélagsins Hannóver á þriðjudaginn. Inga er loksins komin úr ferðalagi og það verður gaman að sjá hvað hún hefur á prjónunum. Ætli hún sé byrjuð á næsta 7 ára verkefni? 

kv. Gunnhildur 

laugardagur, 8. desember 2007

Jólagjafir

Þessi síða verður hálf myndalaus fram að jólum þar sem við viljum ekki sýna hvað fer í jólapakkana. Við prjónum eins og sönnum konum sæmir fram að jólum og hundsum merki um vöðva- og siðaskeiðabólgur. 
Annars hef ég það að segja að það er best að prjóna úr ull og bómull. Gervidótið teygist svo illa, sérstaklega þegar það þarf að auka út. Þess vegna er ekki gott að kaupa garn í Mexíkó eins og Tinna hefur persónulega reynslu af. 

kveðja Gunnhildur

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Af plötulopa

Fjórði fundur Hannyrðafélagsins Hannóver ályktar að tvöfaldur plötulopi er mýkri og léttari í sér en léttlopi. Þá er hann þéttari í sér og allur skemmtilegri til úrvinnslu.